Collection: Nox deLux silkikoddaver

Nox deLux línan stendur fyrir gæði.

Silki koddaverin eru handgerð í hæsta klassa framleidd af einum flottasta silkivöruframleiðanda í heimi sem framleiðir m.a. fyrir tvö af vinsælustu silkivörumerkjunum, Blissy og Slip. Nú geturðu fengið samskonar vöru á hagstæðara verði en býðst erlendis.

Mulberry silki er dásamlegt efni og 100% náttúrulegt sem fer mjög vel með húð og hár. Það er unnið úr silkiþræði sem kemur frá silkiorminum.

Silki hefur marga kosti:

  • Er með góða hitajöfnunareiginleika
  • Er ofnæmisfrítt
  • Hefur góð áhrif á húð þar sem það viðheldur réttum raka en silki dregur í sig umtalsvert minni raka en flest önnur efni
  • Dregur úr flóka í hári eftir nætursvefn